Tenglar

26. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Flytur tré frá Sæmundarhúsinu að Álftalandi

Steinar við grenitré sem hann er nýbúinn að flytja. Uppi við húsið er birkitré komið á nýjan stað og rétt að byrja að laufgast.
Steinar við grenitré sem hann er nýbúinn að flytja. Uppi við húsið er birkitré komið á nýjan stað og rétt að byrja að laufgast.

Undanfarið hefur Steinar Pálmason sem rekur Gistiheimilið Álftaland á Reykhólum verið að flytja tré frá Sæmundarhúsinu við Hellisbraut og gróðursetja við Álftaland. „Já, ég þarf að grisja við Sæmundarhúsið og laga og slétta og sá í neðri hlutann af lóðinni. Mér hefur fundist vanta trjágróður við Álftaland og þessi tré eru vel til þess fallin að fá þar nýtt hlutverk. Lóðin við Sæmundarhúsið var eiginlega heil gróðrarstöð og þéttskipuð trjám,“ segir hann. „Það var nauðsynlegt að grisja.“

 

Steinar keypti Sæmundarhúsið fyrir fáeinum árum. Hann er búinn að vinna þar mikið að endurbótum og hefur núna auglýst húsið til sölu.

 

15.05.2013 Sæmundarhúsið á Reykhólum er til sölu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31