Tenglar

8. júní 2015 |

Folfbraut á Reykhólum?

Sæmundur Viktorsson með disk í hendi.
Sæmundur Viktorsson með disk í hendi.
1 af 3

Meðal þeirra sem komnir eru til starfa á Reykhólum í sumar er ungur húsasmiður úr Reykjavík, Sæmundur Viktorsson. Núna vinnur hann ásamt Eiríki Kristjánssyni húsasmíðameistara á Reykhólum við að klæða húsið að Reykjabraut 13, íbúðarhús framkvæmdastjóra Þörungaverksmiðjunnar. En það sem hérna er til umræðu er íþróttin folf, sem er áhugamál Sæmundar.

 

„Þar sem ég reyni að spila sem mest sakna ég þess svolítið að geta ekki tekið hring hvenær sem er. Reyndar útbjó ég heimasmíðaða körfu sem ég hef aðeins verið að kasta á og notaði greinar til að merkja teiga. En hún er meira redding og jafnast ekki á við fullbúinn níu holu völl, sem er algengasta stærð á velli. Sex holu völlur er valmöguleiki líka ef skortur er á plássi,“ segir hann.

 

En hvað er folf? Það er íþróttagrein sem er orðin vinsæl meðal ungs fólks og gengur út á það að kasta frisbí-diskum og hitta í körfur. Orðið folf er myndað úr orðinu frisbí-golf og leikreglurnar eru mjög svipaðar. Í staðinn fyrir golfkúlur eru notaðir frisbí-diskar og í staðinn fyrir holurnar á golfvellinum eru körfur. Líkt og mismunandi kylfur eru notaðar í golfinu, þá eru notaðir mismunandi diskar í folfinu, misjafnlega harðir, mismunandi formaðir og hannaðir eftir því hvort þeir eiga að fara mjög langt, eins og t.d. í upphafskastinu, eða eru hægari á flugi og henta betur til nákvæmni í lokin. Þetta er í rauninni svipað og munurinn á dræver og pútter í golfi.

 

Hver veit nema folfið hasli sér völl á Reykhólum með tilkomu Sæmundar Viktorssonar? „Núna er ekki mikið við að vera fyrir ungt fólk sem kemur hingað í sumarafleysingar í Þörungaverksmiðjunni og Barmahlíð,“ segir María Maack, sem einmitt er búsett að Reykjabraut 13 og hvetur til þess að sem flestir fari að spila folf á Reykhólum.

 

Hvernig væri annars að heilsa upp á Sæmund og spyrja hann út í þetta?

 

Íslenska frisbígolfsambandið var stofnað árið 2005. Á vef þess (http://www.folf.is/) geta áhugasamir fundið nánast allt um þessa íþrótt sem svo furðufáir virðast þekkja enn sem komið er.

 

Athugasemdir

María, rijudagur 09 jn kl: 14:33

Heyriði ég dreg Sæma með á opið hús í kvöld uppi á Hlunnó! Kíkið þangað. Íþróttin Folf er nokkuð mikið nákvæmnisleikur og er mest stundðu af fólki svona 15-30 ára. Þess vegna datt mér í hug að hvetja sumarfólk á svæðinu að kíkja á Sæma.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30