Fólk í Dalabyggð sameiningarfúsara
Íbúar Dalabyggðar virðast fúsari til sameiningar við annað eða önnur sveitarfélög en íbúar Reykhólahrepps, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem þar var gerð jafnhliða kosningunum á laugardag eins og í Reykhólahreppi. Spurt var: Vilt þú að sveitarstjórn Dalabyggðar kanni áhuga nágrannasveitarfélaga á sameiningu við Dalabyggð á kjörtímabilinu 2014-2018? Já sögðu 137 eða rétt um 60%, nei sögðu 91 eða rétt um 40%.
Síðan voru þeir sem sögðu já spurðir um afstöðu til nokkurra sameiningarkosta. Rétt um 62% þeirra töldu vænlegast að sameinast Reykhólahreppi, annað hvort einum eða ásamt Strandabyggð, og voru þar ámóta margir í hvorum hópi.
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar í Reykhólahreppi
Dalli, mi�vikudagur 04 j�n� kl: 21:09
Þessi "sameiningarkosning" hér var ekkert auglýst og kom flatt upp á kjósendur.
Ekki er hægt að tala um sameiningu Reykhólahrepps við einn eða neinn, heldur hvort leggja eigi hreppinn niður. Hann yrði áhrifalaus útnári, hvernig sem "sameiningin" yrði.