Tenglar

4. júní 2014 | vefstjori@reykholar.is

Fólk í Dalabyggð sameiningarfúsara

Íbúar Dalabyggðar virðast fúsari til sameiningar við annað eða önnur sveitarfélög en íbúar Reykhólahrepps, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem þar var gerð jafnhliða kosningunum á laugardag eins og í Reykhólahreppi. Spurt var: Vilt þú að sveitarstjórn Dalabyggðar kanni áhuga nágrannasveitarfélaga á sameiningu við Dalabyggð á kjörtímabilinu 2014-2018? Já sögðu 137 eða rétt um 60%, nei sögðu 91 eða rétt um 40%.

 

Síðan voru þeir sem sögðu já spurðir um afstöðu til nokkurra sameiningarkosta. Rétt um 62% þeirra töldu vænlegast að sameinast Reykhólahreppi, annað hvort einum eða ásamt Strandabyggð, og voru þar ámóta margir í hvorum hópi.

 

Niðurstöðurnar í Dalabyggð

 

Niðurstöður skoðanakönnunarinnar í Reykhólahreppi

 

Athugasemdir

Dalli, mivikudagur 04 jn kl: 21:09

Þessi "sameiningarkosning" hér var ekkert auglýst og kom flatt upp á kjósendur.
Ekki er hægt að tala um sameiningu Reykhólahrepps við einn eða neinn, heldur hvort leggja eigi hreppinn niður. Hann yrði áhrifalaus útnári, hvernig sem "sameiningin" yrði.

Hlynur Þór Magnússon, fimmtudagur 05 jn kl: 09:03

Frétt um þetta birtist á vef Reykhólahrepps 18. maí undir fyrirsögninni Skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga. Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 15. maí tillögu Sveins Ragnarssonar þessa efnis, eins og fram kemur í fundargerð.

Eyvindur, fimmtudagur 05 jn kl: 09:11

Skoðanakönnunin kom ekkert á óvart þeim sem lesa og taka eftir því sem tilkynnt er á vefnum, en aftur á móti efast ég um að fólk hafi haft tíma til að mynda sér skoðun á þeim stutta tíma sem var til stefnu

Sveinn Ragnarsson, fimmtudagur 05 jn kl: 12:01

Mér hefur einmitt fundist fólk hafa skoðun á sameiningum nú þegar, og þar af leiðandi ekki þörf á löngum tíma til umhugsunar. Könnunin sem slík er ekki hafin yfir gagnrýni, og við höfum svo auðvitað mismunandi skoðanir á niðurstöðunni.

herdís reynisd, fimmtudagur 05 jn kl: 23:02

Reykhólahreppur samanstendur af nokkrum hreppum eftir sameiningu fyrir eitthvað mörgum árum . Dalli mundir þú segja að t.d. Gufsan gamla sé áhrifalaus útnári í dag? Ég bjó í Gufudalshrepp á sameiningartímanum en hafði hinnsvegar ekki hugmynd um hvað sneri upp eða niður á réttindum og skyldum íbúa og sveitafélaga , og ég hef örugglega verið rosalega á móti sameiningu en veit ekki til þess að það sé nokkuð verra að búa í Gufudalssveit eftir sameiningu. Ég bjó í Reykjafjarðarhrepp á þeim tíma sem hann var sameinaður Súðavíkurhrepp og ég held bara að lífið hafi ekki breist nokkuð hlut, ég var með þeirri sameiningu. Ég bjó í Saurbæjarhrepp þegar hann var sameinaður Dalabyggð og var líka með þeirri sameiningu og gettu hvað , það var ekkert verra að vera hér. Ég fór ekki og kaus en ef ég hefði farið þá hefði ég valið sameiningu sveitafélaga á vesturlandi.

Dalli, fimmtudagur 05 jn kl: 23:21

Þú segir nokkuð, Herdís. Litlir hreppar, sem samþykkja sameiningu við stærri hreppa, eru OFT dauðadæmdir fyrir og ALLTAF eftir sameiningu. Hvað batnaði í þessum hreppum, sem þú nefndir?

Hlynur Þór Magnússon, fyrrv. umsjónarmaður þessa vefjar, fstudagur 06 jn kl: 05:10

Þegar sagt er að það sem birt er á vef Reykhólahrepps til upplýsingar fyrir fólk í hreppnum varðandi málefni sveitarfélagsins sé „ekkert auglýst“, þá er það vissulega stuðningur við þá skoðun, að leggja beri vefinn niður. Hann sé óþarfur og gagnslaus og bara kostnaður og tóm vitleysa. Þetta er sjónarmið sem auðvitað ber að taka til skoðunar hjá nýrri sveitarstjórn.

Dalli, fstudagur 06 jn kl: 18:41

Kosningar eru alltaf auglýstar hér með dreifimiðum. Það var hringt í mig og fleiri í kjörstjórninni til að spyrja um þetta. Sama var með marga kjósendur, óvænt.

Guðrún, laugardagur 07 jn kl: 00:13

Sumir kusu utan kjörfundar og fengu þeir ekki að kjósa um sameiningu samhliða kosningu um nýja sveitastjórn.

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 07 jn kl: 01:09

Þessi skoðannakönnun var auglýst og ekkert flóknara en það....heimska að halda því hér fram að hún hafi ekki verið auglýst jafnframt sveitastjórnakosningum....Dalli ég fékk miða með tilkynningu um að þessi skoðanakönnun færi fram jafnframt kostningu....furðulegt að sjá og verða vitni að svona hártogun um auglýsingar...á mínum dreifimiða stóð að jafframt sveitastjórnakostningum færi fram skoðanarkönnun á sameinigarvilja kjósenda....Dalli mætti halda að þú færir fæddur 100 árum fyrir Krist...svo mikil er sérviska þín að þú sem kallar þig Sjálfstæðismann villt ekki að lýðræðisleg umræða fari fram um kosti og galla....sem þú heldur fram hér í athugasemdum ...kjörorðum Framsóknastefnunar frá stríðsárum....Til hvers heldur þú að samgöngur hafi verið lagðar um þverun Gilsfjarðar og um Arnköttludal Þröskulda...nema til að stuðla að sameiningu þessara þriggja sýslna? Væri ekki nær að einhenda sér í að búa til stórt sveitafélag og fá að vera í friði fyrir ríkisvaldinu með þá sameiningu heldur en að jarma eins og stigg rolla á fjalli ....sem enginn nennir að sinna um að smala....um það að einhver sé að ver'a útundan og tapa....gömlu sveitafélögin 5 sem sameinuðust í Austur -Barð.....hafa notið nafna sinna og enginn gert neinar athugasemdir....er eitthvað hættulegt við að sameinast Dalasýslu og Strandasýslu?? Værum við ekki betur í stakk búin að búa saman eins og hjón....heldur en að vera sóknarhórur ríkisvaldsins....er ekki að koma að því að sameining veri framkvæmd með handafli misvitara stjórnmálamanna....er ekki betra að vera búin að byggja sitt ból fyrir komu hrægamma sem hafa ekkert vit á landfræðilegri legu og nýtingu landgæða....Vestfjarða kjálkinn er merkilegasta landsvæði segja fræðingar á Norður hveli jarðar....á að eyða byggð og lífsbjörg og gæðum....bara fyrir þrjósku og þröngsýni? á að leggja þennan landshluta af vegna heimsku heimamanna sem vilja ekki brjóta upp nýjar áherslur? Ég skora á alla að horfa á frábæra þætti bæði Láru Ómarsdóttir og Þóru Arnórsdóttir um líf og byggð á Vestfjörðum....þar sjáum og ættu efasemda fólkið að sjá ....í hvað stefnir ef ekki er spornað við.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31