Tenglar

21. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is

Fólk segir bara hvað það vill borga

Myndirnar tók Hrefna Karlsdóttir á Kambi þegar markaðurinn í Nesi var opnaður um síðustu helgi.
Myndirnar tók Hrefna Karlsdóttir á Kambi þegar markaðurinn í Nesi var opnaður um síðustu helgi.
1 af 12

Bóka- og nytjamarkaðurinn í Kaupfélaginu gamla í Króksfjarðarnesi er nú starfræktur fjórða sumarið í röð. Handverksfélagið Assa rekur markaðinn í sjálfboðavinnu og rennur öll innkoma til góðra málefna í héraðinu. Fyrir utan varning af nánast öllu tagi er kaffi á boðstólum alla daga og auk þess vöfflur og kannski fleira gott um helgar. Opið verður alla daga í sumar kl. 12-18.

 

Markaðurinn er rekinn með þeim einfalda hætti, að fólk gefur eitt og annað til að selja en Össufólk annast söluna. Þar er að finna bækur, fatnað, skó, veski, myndir, eldhúsáhöld og skrautmuni til heimilisins, svo eitthvað sé nefnt. Bækurnar eru allar á sama verði eða á 300 krónur hver en líka er hægt að koma með bækur og fá aðrar í staðinn án milligjafar. Aðrar vörur eru ekki verðmerktar heldur segir fólk sjálft hvað það er tilbúið að borga fyrir hlutina.

 

Félög og samtök og aðrir sem notið hafa fjárframlaga vegna innkomunnar á markaðinum síðustu þrjú árin eru Vinafélag Barmahlíðar, Vinafélag Grettislaugar, Bókasafn Reykhólaskóla, Kvenfélagið Katla, Lionsdeildin á Reykhólum, Björgunarsveitin Heimamenn og Ungmennafélagið Afturelding. Auk þess hefur Assa tvisvar sent fatnað til Rauða krossins.

 

Formaður Össu er Sóley Vilhjálmsdóttir í Króksfjarðarnesi.

 

Athugasemdir

Guðlaug G.I. Bergsveinsdóttir, fstudagur 21 jn kl: 18:14

Gleymdist nú ekki pínulítið að minnast á að þarna er einnig (og aðallega) handverksmarkaður?

Umsjónarmaður vefjarins, fstudagur 21 jn kl: 19:06

Stundum er eins og manni sjáist helst yfir hið augljósa!

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31