27. nóvember 2013 | vefstjori@reykholar.is
Fólkið í húsinu á fullveldishátíð Reykhólaskóla
Fullveldisdagur Íslendinga er núna á sunnudag en hin hefðbundna fullveldishátíð Reykhólaskóla verður haldin á föstudagskvöldið í íþróttasal Reykhólaskóla. Hverju sinni eru einhverju sérstöku þema gerð skil með ýmsum hætti til skemmtunar og fróðleiks. Yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er Fólkið í húsinu. Allir eru velkomnir. Miðaverð er 1.500 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn. Foreldrafélag Reykhólaskóla sér um kaffiveitingar.
Húsið verður opnað kl. 19. Mjög æskilegt er að nemendur séu mættir þá. Sýning hefst kl. 19.30 en hátíðinni lýkur kl. 22.30.
Nemendur og starfsfólk Reykhólaskóla hlakka til að sjá sem allra flesta á hátíðinni.