Fólksfækkun á Vestfjarðakjálkanum rúm 11% á áratug
Fólki á Vestfjarðakjálkanum hefur fækkað um rúmlega 3% frá árinu 2009. Íbúum fjölgaði í þremur sveitarfélögum en aðeins um tvo til sjö íbúa. Í Bolungarvík fækkaði um 81 íbúa (-8,4%), eins og á Ísafirði (-2,1%), í Vesturbyggð fækkar um 47 íbúa (-5,0%), í Reykhólahreppi um 14 (-4,8%) og í Súðavíkurhreppi um 11 (5,4%).
„Líklegt er að verulegur hluti fækkunar á Bolungarvík sé vegna loka jarðgangaframkvæmda og brottflutnings starfsmanna sem fluttust þangað vegna þeirra framkvæmda. Athygli vekur að minni hreyfing virðist vera á fólki á Ströndum en annars staðar á Vestfjörðum á árinu 2010. Á síðastliðnum 10 árum hefur íbúaþróun á Vestfjörðum verið með allt öðrum og neikvæðari hætti en á landinu í heild. Þannig hefur íbúum fækkað öll árin ef undan er skilið árið 2008 er þeim fjölgaði um 0,9%,“ segir í greinargerð Byggðastofnunar.
- Byggt á samantekt á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.
Sjá einnig:
27.12.2009 Hlutfallslega fjölgar mest í Reykhólahreppi
22.12.2008 Fólki fjölgar í Reykhólahreppi og á Reykhólum