Tenglar

15. janúar 2011 |

Fólksfækkunin á Vestfjarðakjálkanum til umræðu

Í næstu tveimur þáttum Landans í Sjónvarpinu, sunnudagskvöldin 16. og 22. janúar, verður langvarandi fólksfækkun á Vestfjörðum meðal annars til umfjöllunar. Athygli vekur að þrátt fyrir allt sem Vestfirðir hafa að bjóða, ekki síst þegar atvinnuleysi er vandamál í flestum öðrum landshlutum, þá heldur fólki samt stöðugt áfram að fækka á Vestfjörðum. Landinn leitar skýringa á þessu meðal heimamanna og annarra og veltir því upp hvað sé til ráða.

 

Þetta kemur fram í tölvupósti frá Gísla Einarssyni fréttamanni, sem annast þáttinn.

 

Landinn er á dagskrá Sjónvarpsins öll sunnudagskvöld á eftir fréttum.

 

Athugasemdir

Guðjón D Gunnarsson, sunnudagur 16 janar kl: 14:22

Er hugsanlegt að vanti vegasamband?

Björk Stefánsdóttir, sunnudagur 16 janar kl: 21:07

já vegasamgöngur, fleirri sjáanlega atvinnuauglýsingar, húsnæðisskortur og fleirra, ég veit um fjölskyldufólk sem vill t.d koma hingað en það er ekkert húsnæði. Það er líka vandamál. Ég sá þáttinn áðan og þá voru nokkrir sem sögðu að það væri svo kallt á vestfjörðum, ég held að fólk sjái fyrir sér svaka vetur og kulda, ég held að það se´ekkert verra en hvar annarsstaðar á landinu.
Það var ein sem sagði við mig um daginn, ég myndi vilja flytja á Reykhóla, þar taka allir svo vel á móti manni og allt svo æðislegt hér, ég þakkaði fyrir það, ég held að við séum svo samansaumuð að við erum ekkert að taka eftir því hvað við erum mikið æði hahahaha. En bara frábært ef fólki finnist þetta.
Vonandi hættir þessi þróun og vestfirðir blómstri

Eygló Kristjánsdóttir, mnudagur 17 janar kl: 22:48

Er ekkí líka hugsanlegt að beina verði athyglinni meira á hvað ER til staðar og hvað vestfirðir hafi uppá að bjóða, frekar er að einblína á það sem vantar. Ekki það að samgöngur vestan við Reykhólahrepp eru í lamasessi - það vita allir. En það þarf að benda á hvað er þar, annað en fátt fólk og lítill fiskur.

Harpa Eiríksdóttir, rijudagur 18 janar kl: 09:56

horfði á þáttinn og fannst nú eins og sumt fólk héldi að Vestfirðir væru einhver eyja eða eitthvað, var hún ekki frá Vestmannaeyjum sem kvartaði undan samgöngum.

en sammála að það eigi að horfa á jákvæðu hlutina við Vestfirðina og einnig bjóða fólki að sjá allt það góða sem í gangi er

ein sem mun ávallt vera Vestfirðingur

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31