Fólksfjölgun á Reykhólum fram á síðasta dag ársins
Fólki á Reykhólum og í Reykhólahreppi í heild fjölgaði á nýliðnu ári og allt fram á síðasta dag ársins. Þá bættist lítil stúlka í hópinn, þegar Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir kennari ól Eiríki Kristjánssyni eiginmanni sínum þriðju dótturina. Stúlkan litla fæddist korter fyrir fimm síðdegis á gamlársdag og ekki er annað vitað en hún sé síðasta barn ársins hérlendis, þó að það liggi ekki fyrir með fullri vissu. Hún kom í heiminn á fæðingardeild Landspítalans að föðurnum viðstöddum og var 51 cm á lengd og 4.500 grömm eða átján merkur. Fæðingin gekk vel og fjölskyldan kom heim til sín á Hellisbrautina á Reykhólum í gær. Eldri systurnar eru Solveig Rúna, fædd 4. júní 2003, og Borghildur Birna, fædd 9. mars 2006.
Þegar myndasmiður (hþm) leit inn til fjölskyldunnar í dag voru þar fleiri gestir fyrir, eins og sjá má á einni myndanna sem hér fylgja. Það voru þær Rebekka Eiríksdóttir á Stað og dætur hennar og Kristjáns Þórs Ebenezerssonar, þær Védís Fríða, bráðum sjö ára, og Aníta Hanna, rétt að verða fjögurra ára.
SIgrún Kristjánsdóttir, rijudagur 06 janar kl: 19:16
Vá alltaf gaman að skoða myndir af fræga og fallega fólkinu á Reykhólum. kveðja úr borginni;)