Tenglar

6. janúar 2009 |

Fólksfjölgun á Reykhólum fram á síðasta dag ársins

Eiríkur, Borghildur Birna, Solveig Rúna og Kolfinna Ýr með litlu stúlkuna.
Eiríkur, Borghildur Birna, Solveig Rúna og Kolfinna Ýr með litlu stúlkuna.
1 af 3

Fólki á Reykhólum og í Reykhólahreppi í heild fjölgaði á nýliðnu ári og allt fram á síðasta dag ársins. Þá bættist lítil stúlka í hópinn, þegar Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir kennari ól Eiríki Kristjánssyni eiginmanni sínum þriðju dótturina. Stúlkan litla fæddist korter fyrir fimm síðdegis á gamlársdag og ekki er annað vitað en hún sé síðasta barn ársins hérlendis, þó að það liggi ekki fyrir með fullri vissu. Hún kom í heiminn á fæðingardeild Landspítalans að föðurnum viðstöddum og var 51 cm á lengd og 4.500 grömm eða átján merkur. Fæðingin gekk vel og fjölskyldan kom heim til sín á Hellisbrautina á Reykhólum í gær. Eldri systurnar eru Solveig Rúna, fædd 4. júní 2003, og Borghildur Birna, fædd 9. mars 2006.

 

Þegar myndasmiður (hþm) leit inn til fjölskyldunnar í dag voru þar fleiri gestir fyrir, eins og sjá má á einni myndanna sem hér fylgja. Það voru þær Rebekka Eiríksdóttir á Stað og dætur hennar og Kristjáns Þórs Ebenezerssonar, þær Védís Fríða, bráðum sjö ára, og Aníta Hanna, rétt að verða fjögurra ára.

 

Athugasemdir

SIgrún Kristjánsdóttir, rijudagur 06 janar kl: 19:16

Vá alltaf gaman að skoða myndir af fræga og fallega fólkinu á Reykhólum. kveðja úr borginni;)

Lísa, mivikudagur 07 janar kl: 08:30

Innilega til hamingju Kolfinna og Eiríkur, það fjölgar kvenfólkinu í Reykhólasveitinni :o)

Kveðjur,

Lísa (frá Árbæ)

Harpa Eiríksdóttir, mivikudagur 07 janar kl: 18:54

Til hamingju Kolfinna og Eiríkur.... er þá komið að Rebekku og Stjána að koma með 3 skvísuna? hihi.

SIgrún Björnsdóttir, mivikudagur 07 janar kl: 21:35

Elsku öll á Reykhólum - innilega til hamingju með þessa myndarlegu stúlku og kvennablómann allan - gangi ykkur vel með ungana í nýja Íslandi, kv. Sigrún

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31