Tenglar

24. júní 2010 |

Fornleifadeild NAVE starfar m.a. í Flatey og Dölum

Flatey. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Flatey. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Starfsmenn fornleifadeildar Náttúrustofu Vestfjarða (NAVE) í Bolungarvík hafa haft í nægu að snúast í vor og meira er framundan í sumar, en deildin kemur að verkefnum víða um land. Í þessum mánuði er unnið að rannsókn og skráningu vegna framkvæmda í Flatey á Breiðafirði auk þess sem deildin vinnur í sumar að skráningu fornminja og örnefna í Dalasýslu fyrir Breiðafjarðarnefnd. Þá verða gerðir könnunarskurðir í rústir vegna vegarlagningar í Steingrímsfirði. Deildin annast líka eftirlit og skráningu vegna framkvæmda við golfvöllinn í Grindavík. Í ágúst hefst skráning á minjum í Þjóðgarðinum á Þingvöllum en þetta er fyrsta ár verkefnisins sem mun líklega standa í nokkur ár.

  

Deildarstjóri fornleifadeildar fer í haust á fundi erlendis vegna þeirra Evrópuverkefna sem deildin mun taka þátt í á næsta ári.

 

Í apríl voru teknir könnunarskurðir vegna Urtagarðs í Nesstofu á Seltjarnarnesi. Í maí vann Margrét Hrönn Hallmundsdóttir deildarstjóri fornleifadeildar að því ásamt safnstjóra Lækningaminjasafns að setja upp sýningu á fornleifarannsóknum sem gerðar hafa verið í Nesi við Seltjörn síðan árið 1989. Sýningin ber nafnið Saga og framtíð, fornleifarannsóknir á vestursvæðum. Farið er yfir rannsóknarsögu í Nesi auk þess sem gripir sem grafnir hafa verið upp í Nesi eru til sýnis.

 

Í byrjun júní komu nemar frá Bretlandi og Skotlandi til starfa við fornleifarannsóknir á vegum deildarinnar. Nemarnir byrjuðu á því að grafa á Strákatanga á Ströndum en héldu síðan á Suðurland að vinna að uppgrefti í Koti á Rangárvöllum. Náttúrustofan hefur staðið að rannsóknum í Koti síðan 2005.

 

Í maí var unnið að skýrslu um fornleifarannsóknina á Þingvöllum sem fór fram á síðasta sumri og Sice Juel Hansen fornleifafræðingur var ráðinn til að skrá og ganga frá gripum úr Þingvallarannsókn.

 

Þetta kemur efnislega fram á vef Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungarvík.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30