Tenglar

4. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is

Forsala á bolum fyrir Kvennahlaupið 2013

Kvennahlaupsbolurinn 2013.
Kvennahlaupsbolurinn 2013.

Lagt verður af stað í Kvennahlaupið 2013 við Grettislaug á Reykhólum kl. 11 á laugardagsmorgun, 8. júní. Skráningargjald er kr. 1.500 fyrir 13 ára og eldri en kr. 1.000 fyrir 12 ára og yngri. Bolur og verðlaunapeningur eru innifaldir í verðinu. Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir er með forsölu heima hjá sér að Hellisbraut 8 en líka verður hægt að fá boli á rásstað. Fólk er hvatt til að ganga frá þessu tímanlega.

 

Bolurinn í ár er grænn úr „dry fit“ gæðaefni og með V-hálsmáli.

 

Velja má vegalengd eftir hentugleikum: 2 km, 3 km, 5 km og 7 km.

 

Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar. Kvennahlaupið höfðar til allra kvenna þar sem hægt er að velja mismunandi vegalengdir. Engin tímataka er og því ekki hlaupið nema til persónulegs sigurs.

 

Fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ var haldið 30. júní árið 1990 í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Frá árinu 2002 hefur verið hlaupið undir ákveðnu þema og slagorði þar sem vakin er athygli á málefnum tengdum heilsu kvenna. Hefur kvennahlaupsnefnd ÍSÍ verið í samstarfi við ýmis félagssamtök eins og Samhjálp kvenna, Beinvernd, Geðrækt, UNIFEM, Hjartavernd, Lýðheilsustöð, Krabbameinsfélagið, Kvenfélagasamband Íslands og Styrktarfélagið Líf.

 

Slagorð hlaupsins í ár er Hreyfum okkur saman í tilefni samstarfs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og styrktarfélagsins Göngum saman. Styrktarfélagið Göngum saman veitir árlega myndarlega fjárstyrki til íslenskra grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar til heilsueflingar en hreyfing er mikilvæg forvörn gegn brjóstakrabbameini.

 

Ýmsar nánari upplýsingar um Kvennahlaupið

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31