Tenglar

23. apríl 2012 |

Forsetaframbjóðandi í heimsókn á Reykhólum

Fyrsti frambjóðandinn til embættis forseta Íslands sem heldur kynningarfund á Reykhólum að þessu sinni - á eftir að koma í ljós hvort það verða fleiri - er Hannes Bjarnason frá Eyhildarholti í Skagafirði. Hann býður til fundar í matsal Reykhólaskóla núna á fimmtudagskvöldið kl. 20.

 

Ekki liggur fyrir hvort frambjóðendur til forsetaembættisins hafi áður haldið kynningarfundi í héraðinu.

 

Þess má geta, að Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins, var ættaður frá Djúpadal í Gufudalssveit. Þar var faðir hans upprunninn, Björn Jónsson ritstjóri og síðan Íslandsráðherra næstur á eftir Hannesi Hafstein.

 

Heimasíða Hannesar Bjarnasonar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30