Tenglar

7. maí 2012 |

Forsetakjörið: Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Bessastaðir. Myndin er fengin á vef embættis forseta Íslands.
Bessastaðir. Myndin er fengin á vef embættis forseta Íslands.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kjörs forseta Íslands, sem fram fer laugardaginn 30. júní, er hafin við embætti sýslumannsins á Patreksfirði. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Reykhólahreppi verður auglýst sérstaklega á ákveðnum dögum hér á vefnum, en kosið verður á skrifstofu hreppsins.

 

Kjósanda, sem ekki getur sótt fund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 16 þriðjudaginn 26. júní.

 

Auglýsingu sýslumanns með nánari upplýsingum um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna má lesa hér í heild. Hana er einnig að finna í reitnum Tilkynningar hér neðst til hægri á síðunni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31