Tenglar

14. september 2015 |

Forstöðumaður Grettislaugar og aðstoðarmatráður

Jón Þorsteinsson við Grettislaug.
Jón Þorsteinsson við Grettislaug.

Jón Þorsteinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Grettislaugar á Reykhólum og jafnframt aðstoðarmatráður í mötuneyti hreppsins, sem þjónar bæði skólanum og dvalarheimilinu. Fyrsti vinnudagur hans á báðum stöðum er í dag. Laugin er opin frá kl. 16 til kl. 20 í kvöld, og Jóni til halds og trausts í byrjun er Dísa Sverrisdóttir, sem á sínum tíma var forstöðumaður laugarinnar um árabil.

 

Jón er fimmtugur að aldri og kemur af höfuðborgarsvæðinu. Hann verður búsettur að Hellisbraut 28 á Reykhólum.

 

Ekki er enn búið að ganga frá því hvaða daga og á hvaða tímum Grettislaug verður opin í vetur en það verður gert mjög fljótlega. Síminn í Grettislaug er 434 7738.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31