Tenglar

2. maí 2016 |

Forvarnarátak búið að sanna sig

Birtingur NK, gamli Börkur, aflahæsta fiskiskip Íslandssögunnar. Mynd: Fréttablaðið/Hákon Ernuson.
Birtingur NK, gamli Börkur, aflahæsta fiskiskip Íslandssögunnar. Mynd: Fréttablaðið/Hákon Ernuson.

Átak Síldarvinnslunnar í Neskaupstað þar sem starfsmönnum er boðin ristilspeglun þeim að kostnaðarlausu hefur þegar skilað markverðum árangri. Yfirlæknir á sjúkrahúsinu á staðnum segir allar líkur á því að þegar hafi verið komið í veg fyrir krabbamein.

 

„Ég tel mig geta sagt með töluverðri vissu að frumkvæði fyrirtækisins hafi að öllum líkindum beinlínis komið í veg fyrir krabbamein,“ segir Jón H. H. Sen, yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, sem hefur umsjón með ristilspeglunum starfsfólksins.

 

Í eðli sínu er átakið hugsað sem fyrirbyggjandi aðgerð, að skoða fólk sem er einkennalaust. Jón segist þegar hafa fjarlægt mikinn fjölda svonefndra sepa úr ristlum starfsmanna, en separnir geta verið forstig krabbameins.

 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umfjöllun Fréttablaðsins í dag.

 

Tölfræði:

  • Að meðaltali greinast 135 Íslendingar árlega með ristil- og endaþarmskrabbamein.
  • 52 látast árlega úr sjúkdómnum, eða sem nemur einum á viku.
  • Krabbamein í ristli og endaþarmi eru í daglegu tali flokkuð saman og kölluð ristilkrabbamein, því að þau eiga margt sameiginlegt.
  • Í flestum tilvikum myndast ristilkrabbamein út frá góðkynja forstigsbreytingum sem í daglegu tali eru kallaðir separ. Sú tegund sepa sem eru forstig ristilkrabbameins eru svonefnd kirtilæxli.
  • Þó að separ séu nokkuð algengir, þá verða flestir þeirra (yfir 90%) aldrei að krabbameini.

Heimild: Krabbameinsfélag Íslands.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30