Tenglar

26. apríl 2016 |

Forvarnastarfið til fyrirmyndar

Finnur og Þorbjörg.
Finnur og Þorbjörg.

VÍS tryggir Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum til þriggja ára og heldur þannig áfram gott samstarf fyrirtækjanna sem staðið hefur í rúma þrjá áratugi. „Við höfum átt ákaflega farsæla samleið um langt skeið og það er okkur sönn ánægja að þjónusta Þörungaverksmiðjuna áfram,“ segir Þorbjörg Magnúsdóttir, þjónustustjóri VÍS á Vesturlandi.

 

„Til marks um það hve framúrskarandi viðskiptavinurinn er má benda á, að þegar Forvarnaverðlaun VÍS voru afhent í fyrsta skipti, árið 2010, þá féllu þau Þörungaverksmiðjunni í skaut. Þeirri viðurkenningu hefur verið fylgt vel eftir og forvarnarstarf er sem fyrr til fyrirmyndar þar á bæ, sem og öll okkar samskipti.“

 

Finnur Árnason framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar tekur undir með Þorbjörgu. „Við höfum verið ánægð með þjónustu VÍS og vorum því tilbúin að halda áfram viðskiptunum þegar síðasti samningur var að renna sitt skeið. Við höfum verið blessunarlega laus við stóráföll í rekstrinum, og þá sjaldan eitthvað hefur bjátað á hafa starfsmenn VÍS brugðist hratt og vel við. Í samræmi við það og þrýsting á áframhaldandi góð kjör ákváðum við að endurnýja samstarfið.“

 

Fréttatilkynning.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31