Tenglar

19. júní 2016 |

Fótbolti, prjónaskapur og vöfflur í Nesi

Myndir 1-11: Sv.R. og EBJ.
Myndir 1-11: Sv.R. og EBJ.
1 af 12

Fylgst var með landsleik Íslendinga og Ungverja og prjónað saman og spjallað í kaupfélagshúsinu gamla í Króksfjarðarnesi í gær. Þar hefur fólk átt annríkt að undanförnu, fyrst að undirbúa fyrir opnun og síðan í fyrradag (17. júní) að opna og baka vöfflur og taka á móti fólki og afgreiða. Síðan var alþjóðlegi prjónadagurinn og jafnframt horfðu sumir á landsleikinn á skjánum inni í Arnarsetrinu þar sem venjulega rúlla myndir af náttúrulífi við Breiðafjörð.

 

Myndir nr. 1-11 tóku Sveinn Ragnarsson og Erla Björk Jónsdóttir og þurfa líklega ekki nánari skýringar.

 

Mynd nr. 12 tók Árni Geirsson um miðjan ágúst 2007. Þar er horft suður yfir Gilsfjörð, en í forgrunni eru Kaupfélagið (sem örin bendir á) og fleiri hús í Króksfjarðarnesi (eða í Nesi, eins og sagt er í daglegu tali). Eins og vel kemur fram á þessari mynd var veglínunni í Nesi breytt þegar Gilsfjörður var þveraður. Áður var Kaupfélagið við þjóðveginn en núna liggur hann neðar.

 

Alltaf eitthvað nýtt í Króksfjarðarnesi á sumrin

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31