Tenglar

26. febrúar 2016 |

Frá valdaklíku til almennings

Aðeins einu sinni hafa kjósendur fengið að kjósa um stjórnarskrána. Það var árið 1944 þegar kosið var um lýðveldisstofnunina. Alþingi samþykkti stjórnarskrána sem stjórnskipunarlög, sem voru svo borin undir þjóðina í almennri atkvæðagreiðslu. Þá höfðu kjósendur aðeins þann eina kost, að samþykkja það sem Alþingi hafði ákveðið, eða hafna því. Kjósendur gátu ekki sagt álit sitt á einstökum greinum eða köflum stjórnarskrárinnar.

 

Síðan hefur Alþingi átta sinnum gert breytingar á stjórnarskránni og í öll skiptin voru kjósendur sniðgengnir. Það er vegna þess að Alþingi ákvað að enginn gæti breytt stjórnarskránni nema Alþingi sjálft.

 

Þannig hefst grein sem Kristinn H. Gunnarsson fyrrv. alþingismaður sendi vefnum til birtingar undir fyrirsögninni hér að ofan. Þar segir einnig m.a.:

 

Í höndum örfárra manna hefur um langa hríð verið samankomið mikið vald. Sérstaklega er það í höndum forystumanna þeirra flokka sem oft eru í ríkisstjórn. Það hefur einkennt íslensk stjórnmál, að tiltölulega fámenn valdaklíka hefur ráðið mestu um skipan mála í þjóðfélaginu. [...] Vald spillir. Það verður fyrr eða síðar að brjóta þetta fyrirkomulag upp og dreifa valdinu.

 

Niðurlag greinarinnar er svohljóðandi:

 

Þegar fram líða stundir þyrftu reglur um breytingar á stjórnarskránni að þróast þannig að Alþingi kæmi þar ekki að, enda fer það ekki vel saman að sá aðili sem á að starfa samkvæmt tilteknum reglum geti haft áhrif á það hverjar þær reglur eru.

 

Önnur breyting sem þarf að verða er að aðskilja framkvæmdavald og löggjafarvald. Það felur í sér að ráðherrar verði ekki samtímis alþingismenn. Það dettur engum í hug að forystumaður stjórnmálaflokks sitji samtímis sem ráðherra og dómari, vegna þess að dómsvaldi og framkvæmdavaldi má ekki blanda saman. Sama gildir um framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið, þótt viðgengist hafi að það væri á sömu hendi.

 

Nú er loksins í vændum upphaf vegferðar til þess að greiða úr helstu orsökum spillingar á Íslandi, með fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskránni. Það er mikilvægt að vel til takist.

 

Grein Kristins H. má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29