Tenglar

21. október 2014 | vefstjori@reykholar.is

Frá vegaframkvæmdunum í Múlasveit

Séð til austurs yfir Mjóafjörð. Unnið að brúargerð í miðjum firði.
Séð til austurs yfir Mjóafjörð. Unnið að brúargerð í miðjum firði.
1 af 6

Ljósmyndirnar sem hér fylgja tók Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli fyrir nokkru af vegaframkvæmdunum vestast í Reykhólahreppi. Sú fyrsta er úr Mjóafirði, þar sem unnið er að þverun fjarðarins, tekin rétt austan við Borgarnes, sem er tangi á Litlanesi milli Kerlingarfjarðar og Kjálkafjarðar. Þar eru vinnubúðir verktakans Suðurverks. Á annarri myndinni má sjá jarðlög sem komu í ljós við vegarlagninguna á Litlanesi. Síðan eru þrjár myndir úr Kjálkafirði, tvær af nýja veginum yfir fjörðinn og ein af gamla veginum til samanburðar. Á kortinu á mynd nr. 6 sést nokkurn veginn hvar firðirnir eru þveraðir.

 

Landamerki Reykhólahrepps og Vesturbyggðar, og þar með Austur- og Vestur-Barðastrandarsýslu, eru í miðjum Kjálkafirði og síðan við Skiptá innarlega í firðinum að austanverðu, eins og bláa brotna línan á kortinu sýnir. Mjóifjörður er svolítill innfjörður eða tota inn úr Kerlingarfirði austan við Kjálkafjörð. Vestasti hluti Reykhólahrepps í núverandi mynd er Múlahreppur hinn gamli eða Múlasveit, vestan við Gufudalshrepp hinn gamla eða Gufudalssveit.

 

Sjá einnig:

27.04.2013 Myndir af skriðunni miklu í Kjálkafirði

31.05.2013 Unnið að þverun og brúargerð í Kjálkafirði (margar skemmtilegar myndir)

21.02.2014 Vegurinn um Múlasveit ári á undan áætlun

23.09.2014 Umferð hleypt á þverunina yfir Kjálkafjörð

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31