15. desember 2018 | Sveinn Ragnarsson
Frábær Ilmur af jólum
Það var Ilmur af jólum í Reykhólakirkju þegar Hera Björk ásamt fríðu föruneyti hélt þar tónleika í gærkvöldi. Um hljóðfæraleik sáu þeir Björn Thoroddsen og Ástvaldur Traustason.
Með Heru var líka móðir hennar, Hjördís Geirsdóttir sem er í hópi reyndustu söngkvenna landsins og söngkona austan frá Bakkagerði, Aldís af nafni. Gestasöngvari var Lovísa Ósk Jónsdóttir, sem með sínum fallega söng kom út tárum á tónleikagestum.
Myndirnar sem fylgja tók Andrea Björnsdóttir.