21. ágúst 2015 |
Fræðsla um Alzheimer og skylda sjúkdóma
Fulltrúar frá Alzheimerfélaginu (FAAS, félagi aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra með skylda sjúkdóma) verða með upplýsingar og ráðgjöf á eftirtöldum stöðum í Reykhólahreppi og Dalabyggð núna á þriðjudag, 25. ágúst:
► Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum kl. 10-12.
► Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal kl. 13-15.
► Hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Miðdölum kl. 16-18.
Allir eru velkomnir á þessa fundi til að heyra hvað gestirnir hafa fram að færa og leita svara við spurningum sem jafnvel kunna að vera áleitnar.