Tenglar

18. apríl 2012 |

Fræðsla um breytingaskeiðið

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi minnir á námskeið Arnars Haukssonar kvensjúkdómalæknis um breytingaskeið kvenna og vandamál sem því geta fylgt. Námskeiðið verður í húsi Símenntunar í Borgarnesi að kvöldi 24. apríl (þriðjudag) og hefst kl. 20. Skráning í síma 437 2390 eða í netpósti. Verð kr. 3.900.

 

Í pósti frá Símenntunarmiðstöðinni um þetta segir:

 

Hvaða þýðingu hefur það fyrir konu að eldast og vera komin úr barneign? Endalok hins mánaðarlega, fyrirtíðarspennu og frjóseminnar? Eftir því sem breytingaskeiðið færist nær koma stundum áhyggjur af umtöluðum vandamálum og einkennum, svo sem hitakófum, þyngdaraukningu, leggangaþurrki, geðsveiflum, orkuleysi o.fl. Er til eitthvað styrkjandi við þessu? Eða gengur þetta hljóðlaust hjá?

 

Pollýönnumyndin sem fylgir þessari frétt kom með póstinum frá Símenntunarmiðstöðinni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31