5. maí 2018 | Sveinn Ragnarsson
Framboðsfrestur runninn út
Í dag, 5. maí 2018 kl. 12 á hádegi, rann út framboðsfrestur til sveitarstjórnar, og einnig til að skila inn tilkynningum þeirra sem ekki gefa kost á setu í sveitarstjórn, (vilja láta hengja sig upp).
Í Reykhólahreppi var enginn framboðslisti lagður fram, sem þýðir að það verður persónukjör eins og undanfarnar kosningar.
3 sveitarstjórnarmenn skorast undan endurkjöri, það eru:
Vilberg Þráinsson Hríshóli,
Áslaug B.Guttormsdóttir Mávavatni
og Sandra Rún Björnsdóttir Reykhólum.
Einnig gefur Gústaf Jökull Ólafsson Reykhólum ekki kost á sér, en hann var búinn að sitja 3 kjörtímabil samfleytt fyrir síðustu kosningar, og getur því skorast undan að taka kjöri jafn lengi.