Tenglar

3. maí 2011 |

Framfarafélag Flateyjar efnir til málþings

Í framhaldi af Eyjaþingi Framfarafélags Flateyjar á liðnu hausti er efnt til málþings um niðurstöður þess og næstu skref. Málþingið verður haldið á Ráðhúsloftinu í Stykkishólmi kl. 13-17 á sunnudag, 8. maí. Þar verða fluttir fyrirlestrar þar sem fjallað verður nánar um skilaboð Eyjaþingsins er lúta meðal annars að jafnvægi milli búsetu, náttúruverndar og ferðamennsku, auk stjórnsýslulegrar stöðu Flateyjar. Jafnframt verður samantekt verkefna sem þátttakendur Eyjaþingsins töldu vera mikilvæg í nánustu framtíð, auk þess sem „samfélagssamningur“ verður kynntur.

 

Stjórn Framfarafélags Flateyjar hvetur fólk til að taka þátt í mótun framtíðarsýnar fyrir Flatey. Þátttaka er ókeypis en óskast tilkynnt til formanns félagsins, Ingveldar Eyþórsdóttur, í netfanginu ingae@holmarar.com.

 

Dagskrá málþingsins er að finna hér (pdf).

 

Heimasíða Framfarafélags Flateyjar

 

Athugasemdir

Einar Örn Thorlacius fyrrv. sveitarstjóri, mivikudagur 04 ma kl: 08:11

Þetta virðist vera áhugavert, þó ég hafi nú sennilega ekki tök á að mæta.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30