Tenglar

16. febrúar 2012 |

Framhaldsdeild stofnuð á Hólmavík annað haust?

Hólmavík í janúar 2010. Myndin er fengin af vef Strandabyggðar.
Hólmavík í janúar 2010. Myndin er fengin af vef Strandabyggðar.

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti í fyrradag að sækja um það til ráðuneytis menntamála, að stofnuð verði framhaldsskóladeild á Hólmavík haustið 2013. Í bókun sveitarstjórnar segir, að hún hafi fyrir skömmu átt góðan fund með Karli Kristjánssyni sérfræðingi í framhaldsskóladeild ráðuneytisins og í kjölfar þess fundar fari hún fram á stofnun framhaldsdeildar. Meðal markmiða með rekstri slíkrar deildar á Hólmavík væri að efla menntunarstig, atvinnulíf og samfélag á Ströndum og í Reykhólahreppi og jafnvel einnig Dalabyggð.

 

Ekki væri langt að sækja fyrirmynd til Patreksfjarðar, þar sem Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði rekur framhaldsdeild.

 

Vegalengdin frá Reykhólum til Hólmavíkur um Þröskulda (Arnkötludal) er um 58 km en aðeins um 35 km frá þeim bæjum í Geiradal sem næstir eru vegamótum.

 

Sjá einnig:

Fjölbrautaskóli Snæfellinga - framhaldsdeildin á Patreksfirði

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31