Tenglar

1. mars 2011 |

Framhaldsfundur um vegamál verður haldinn

1 af 4
Íbúafundurinn um framtíðarkosti í vegamálum, sem haldinn var á Reykhólum í gærkvöldi, var mjög vel sóttur, en auk sveitarstjórnar sátu hann um fimmtíu manns. Ræddir voru hinir ýmsu möguleikar í vegagerð frá Bjarkalundi að Kraká, bæði þeir sem eru á borðinu nú þegar og nýir kostir eins og jarðgöng og fleira. Möguleiki á þverun Þorskafjarðar yfir mynni hans, með eða án sjávarfallavirkjunar, var einnig ræddur. Kynning og umræður stóðu um tvær klukkustundir. Gerð var viðhorfskönnun meðal fundargesta og verður unnið úr henni á næstu dögum og niðurstaðan væntanlega birt hér á vefnum. Í lok fundar var ályktað að framhaldsfundur verði haldinn þegar vegamálin skýrist frekar.

 

Hér má skoða á pdf-formi glærukynningu Bjarna M. Jónssonar hjá Vesturorku á íbúafundi um vegamál, sem haldinn var á Reykhólum fyrir ári. Þar kynnti hann hugmyndir um að samþætta veg og sjávarfallavirkjun í sameiginlegu mynni Þorskafjarðar, Djúpafjarðar og Gufufjarðar. Glærukynningin sem hér birtist er að vísu eitthvað aukin og endurbætt frá þeim tíma.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundinum í matsal Reykhólaskóla í gærkvöldi.

 

Sjá einnig:

27.04.2010  Meistarapróf um virkjun sjávarfalla á Vestfjörðum

16.03.2010  Kynning á þverun fjarða og sjávarfallavirkjun

 

Athugasemdir

Gunnar Guðmundsson, rijudagur 01 mars kl: 14:50

Vestfirðingar, - heima og heiman !

Nú, þegar ráðherra samgöngumála staðfestir úr stóli Alþingis að brýnustu og mest aðkallandi verkefni í samgönguúrbótum í landinu séu á Vestfjörðum (og það þarf engan spámann til að sjá að það svæði sem við er átt er vegarkaflinn úr Þorskafirði í Dýrafjörð), er afskaplega brýnt að allir íbúar á Vestfjörðum - sem og aðrir hlutaðeigandi aðilar standi þétt saman og einhugur ríki um hvaða leiðir skuli fara og hver forgangsröðin skuli vera. Því ber að fagna fundahöldum íbúa í Reykhólassveit um þetta brýna (sta) hagsmunamál Vestfirðinga.

Með góðri kveðju - áfram veginn !

Gunnar Guðmundsson, úr Dýrafirði.

Ingi B Jónasson, fstudagur 04 mars kl: 14:57

Nú er bara að keira á leið >A af fullum krafti annað kemur ekki til greina senda sveitastjórann á fund Ráðherra og knýja á að þessi leið verði farin og það egi síðar en nú þegar !

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31