Framkvæmdaráætlun 2015-2016 um sjálfbæra þróun
Sveitarfélögin níu á Vestfjörðum vinna saman í anda hugmyndafræði um sjálfbæra þróun, eins og hér hefur áður komið fram. Þessi starfsemi sveitarfélaganna hefur frá árinu 2012 farið eftir stefnu vottunarsamtakanna EarthCheck (áður GreenGlobe), sem staðfestir að sveitarfélögin vinna eftir stefnu um framfarir í umhverfis- og samfélagsmálum. Stefnan er útfærð í skilgreindum og tímasettum verkefnum framkvæmdaráætlunar, sem er eitt mikilvægasta skjal vottunarferlisins.
Hér er tengill á skýrslu Línu Bjargar Tryggvadóttur, verkefnastjóra hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, um gang þessara mála hjá sveitarfélögunum á Vestfjörðum, ásamt framkvæmdaráætlun fyrir árin 2015-2016. Skjalið er líka að finna undir Stjórnsýsla - Samþykktir og reglugerðir í valmyndinni vinstra megin.
Sjá einnig:
15.03.2015 Sameiginleg stefna um sjálfbæra þróun