Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir styrki
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamannastöðum árið 2012. Sjóðnum var komið á laggirnar í kjölfar laga sem sett voru í sumar og eru tekjur hans 60% af gistináttaskatti. Hlutverk sjóðsins er m.a. að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins hvort sem ferðamannastaðir eru í eigu opinberra aðila eða einkaaðila. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er vistaður hjá Ferðamálastofu.
Umsóknarfrestur stendur fram á föstudagskvöld og skal umsóknum skilað á rafrænu formi.
Allar nánari upplýsingar er að finna hér.