Tenglar

31. ágúst 2011 |

Framkvæmdastjóri Vesturferða ráðinn til bráðabirgða

Sigurður Arnfjörð Helgason.
Sigurður Arnfjörð Helgason.
1 af 2

Sigurður Arnfjörð Helgason, hótelstjóri á Núpi í Dýrafirði, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri vestfirsku ferðaskrifstofunnar Vesturferða tímabundið. Frá því á liðnu vori eru Vesturferðir að mestu leyti í eigu Ferðamálasamtaka Vestfjarða, sem vinna að aukningu hlutafjár og stefna að því að sem allra flestir vestfirskir ferðaþjónar eignist hlut í skrifstofunni. Ætlun Ferðamálasamtakanna er jafnframt að selja aftur bróðurpartinn af sínum hlut í Vesturferðum þannig að eftir standi aðeins 25%.

 

„Ætlunin með hlutafjáraukningunni og sölu hlutanna er að fá ferðaþjóna á Vestfjörðum og alla sem áhuga hafa á vestfirskum ferðamálum til að kaupa hlut“, segir á vef Ferðamálasamtakanna. „Tilgangur Ferðamálasamtaka Vestfjarða með kaupum á hlutum í Vesturferðum var að skapa vettvang til að byggja upp sameiginlega sýn sem stuðlar að styrkingu ímyndar svæðisins. Samræma þarf aðgerðir í ferðamálum á Vestfjörðum og tryggja öfluga gátt með skilvirka bókunarþjónustu, sem skilar arði til að fjármagna markaðssetningu svæðisins í heild. Hagsmunir ferðaþjóna verða hafðir að leiðarljósi við rekstur félagsins“, segir þar einnig.

 

Sigurður Arnfjörð er ráðinn til áramóta eða þar til niðurstaða fæst í hlutafjáraukningu Vesturferða, en frestur til að kaupa hlut í fyrirtækinu rennur út 25. september. Síðan verður kosið í nýja stjórn sem mun auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra. „Á meðan hafa þeir fengið ferðaþjónustubónda úr Dýrafirði til að stjórna skútunni,“ segir Sigurður Arnfjörð í samtali við fréttavefinn bb.is á Ísafirði. Hann segir starfið leggjast vel í sig. „Sumarið hefur komið mjög vel út og það hefur aldrei verið meira að gera. Það var nánast uppselt í allar ferðir júlí og sömuleiðis bróðurpart ágústmánaðar.“

 

18.08.2011  Sameiginleg sölusíða allra ferðaþjóna á Vestfjörðum?

25.03.2011  Vestfirsk ferðaskrifstofa með dreifðri eignaraðild?

 

Ferðaskrifstofan Vesturferðir

Ferðamálasamtök Vestfjarða - Samskiptavefur ferðaþjónustu á Vestfjörðum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30