Framkvæmdir á sorpsvæði: Flokkun hefst í vor
Senn verður farið að flokka sorp á Reykhólum og þegar hafin vinna við hreinsun og annan undirbúning á sorpsvæðinu neðan við þorpið. Fólk er eindregið beðið að ganga vel um, sýna tillitssemi og henda ekki drasli þar sem verið er að hreinsa. Þegar þessu verki lýkur koma nýir gámar ætlaðir fyrir sorpflokkun, sem á að hefjast 1. júní. Íbúafundur verður í byrjun maí þar sem Gámaþjónusta Vesturlands mun kynna flokkunina.
Gámar verða fyrir skiptingu sorpsins í tvo flokka. Ekki verður um moltugerð að ræða. Áfram verður timbur látið á sérstakan stað á svæðinu en ekki sent burtu til endurvinnslu heldur notað í áramótabrennur eins og verið hefur, eða á meðan slíkt er ekki bannað.
Myndirnar tók Jón Þór Kjartansson á sorpsvæðinu neðan við Reykhólaþorp.
Eyvindur, fstudagur 13 aprl kl: 15:27
Ofboðslega er ég ánægður með þetta. Löngu komin tími til. Gríðarlegir peningar sem hægt er að spara með flokkun. Bara söfnun á bylgupappa borgar stóran hluta af flokkuninni.