Tenglar

13. apríl 2012 |

Framkvæmdir á sorpsvæði: Flokkun hefst í vor

1 af 3

Senn verður farið að flokka sorp á Reykhólum og þegar hafin vinna við hreinsun og annan undirbúning á sorpsvæðinu neðan við þorpið. Fólk er eindregið beðið að ganga vel um, sýna tillitssemi og henda ekki drasli þar sem verið er að hreinsa. Þegar þessu verki lýkur koma nýir gámar ætlaðir fyrir sorpflokkun, sem á að hefjast 1. júní. Íbúafundur verður í byrjun maí þar sem Gámaþjónusta Vesturlands mun kynna flokkunina.

 

Gámar verða fyrir skiptingu sorpsins í tvo flokka. Ekki verður um moltugerð að ræða. Áfram verður timbur látið á sérstakan stað á svæðinu en ekki sent burtu til endurvinnslu heldur notað í áramótabrennur eins og verið hefur, eða á meðan slíkt er ekki bannað.

 

Myndirnar tók Jón Þór Kjartansson á sorpsvæðinu neðan við Reykhólaþorp.

 

Athugasemdir

Eyvindur, fstudagur 13 aprl kl: 15:27

Ofboðslega er ég ánægður með þetta. Löngu komin tími til. Gríðarlegir peningar sem hægt er að spara með flokkun. Bara söfnun á bylgupappa borgar stóran hluta af flokkuninni.

Björg Karlsdóttir, fstudagur 13 aprl kl: 18:59

Þetta eru sannarlega gleðifréttir og ber vonandi vitni um framfarahug í hreppnum. Á síðasta ári skoraði hreppurinn á skólana okkar að taka þátt í Grænfánaverkefninu og nú á mánudaginn kemur er einmitt fyrsti undirbúningsfundur fyrir þetta verkefni. Börnin á elstu deild Hólabæjar hafa gengið vikulega um þorpið, allavega þegar veður leyfir, og hreinsað byggðina sína, enda eru þau vinir náttúrunnar og nú verður hægt að ganga skrefi lengra og kenna þeimm að flokka ruslið.

Jóna Magga, sunnudagur 15 aprl kl: 22:00

Þetta eru svo sannarlega ánægjulegar fréttir :)
Vonandi verða þá líka settir gámar á "sorpsvæðið"í Króksfjarðarnesi (sem hefur verið notað mikið og enginn séð um) svo ruslið sé ekki fjúkandi um allt og skapi hættu á þjóðveginum þar fyrir neðan. Manni finnst alltaf svo kaldhæðnislegt að koma norður yfir Gilsfjörð og sjá slagorðið "Reykhólahreppur - unaður augans" og mæta svo í ruslahrúgu þegar að landi kemur!!

Ingvar Samuelsson, sunnudagur 13 ma kl: 22:35

Löngu tímaært að koma flokkun í framkvæmd.
En ég held að verði ekki rekið nema eitt flokkunarsvæði í sveitafélaginu.
Það þarf að hreinsa svæðið í Króksfjarðarnesi og loka því svo
Í Dalabyggð er bara eitt flokkunarsvæði .
Ingvar Samuelsson´

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30