Tenglar

22. júní 2021 | Sveinn Ragnarsson

Framkvæmdir við Galtarvirkjun komnar vel af stað

Fyrir miðri mynd er Göltur, sem virkjunin dregur nafn sitt af.
Fyrir miðri mynd er Göltur, sem virkjunin dregur nafn sitt af.
1 af 4

Í dag var byrjað að steypa undirstöður inntaksbúnaðar fyrir Galtarvirkjun í Garpsdal. Það er fyrirtækið Orkuver sem byggir þessa virkjun. Þeir hafa komið að mörgum smærri virkjunum víða um land frá því fyrirtækið var stofnað árið 2003.

 

Galtarvirkjun verður rennslisvirkjun, sem þýðir að ekkert uppistöðulón verður gert. Þrýstipípa virkjunarinnar verður grafin niður, svo lítið sést af mannvirkjum þegar framkvæmdum er lokið.

 

Áætlað er að virkjað rennsli verði um 1,23 m3/s. Staðsetning inntaks verður norður af Garpsdalsvatni og frá inntaki verður lögð um 2,4 km löng þrýstipípa að stöðvarhúsi neðan gamla þjóðvegarins. Fallhæð verður um 84 metrar og uppsett afl virkjunarinnar verður 950 kW.

 

Athugasemdir

Maria Maack, mnudagur 12 jl kl: 07:54

Fín virkjunarhugmynd. Hvar verður rafmagnið tengt? Fer það inn á flutnings eða dreifinetið í nágrenninu?

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31