Tenglar

31. mars 2011 |

Framkvæmdir við Mjólkárvirkjun í Arnarfirði

Mjólkárvirkjun í Arnarfirði (af vef OV).
Mjólkárvirkjun í Arnarfirði (af vef OV).
Vestfirskir verktakar ehf. á Ísafirði hefjast í dag handa við undirbúning að stækkun og breytingum á stöðvarhúsi Mjólkárvirkjunar í Arnarfirði, en verksamningur við Orkubú Vestfjarða (OV) var undirritaður í gær. Meðal annars verður stöðvarhúsið lengt um 6,3 m til að koma fyrir nýrri 7 MW vélasamstæðu sem leysir af hólmi gamla 5,7 MW vél, nefnd Mjólká II. Verklok eru áætluð í haust.


Mjólká III var tekin í notkun í desember. Hún var sett upp í nýju stöðvarhúsi í 218 m hæð yfir sjávarmáli, sem er sama landhæð og inntak Mjólkár I. Með þessum tveimur framkvæmdum er afl virkjunarinnar orðið 10,6 MW í stað 8,1 MW áður.

 

Orkubúið á og rekur átta vatnsorkuver á Vestfjarðakjálkanum auk varaaflstöðva (dísilstöðva) á mörgum stöðum, þar á meðal á Reykhólum.

  

OV hefur um langt skeið fjármagnað allar framkvæmdir sínar með fé frá rekstri. Aldrei hefur verið ráðist í neitt annað en það sem varðar hið upphaflega hlutverk - að framleiða og dreifa orku. Fyrirtækið er því skuldlaust ef frá eru taldar eldri lífeyrisskuldbindingar. Þessi stefna hefur leitt til þess að fjármagnskostnaður, sem nú er að sliga flest orkufyrirtæki landsins, er lítill sem enginn hjá OV, og unnt hefur verið að reka fyrirtækið með hagnaði á undanförnum árum.

 

Orkubú Vestfjarða hóf starfsemi sína 1. janúar 1978 með yfirtöku á rekstri Rafveitu Ísafjarðar, Rafveitu Patrekshrepps og þeim hluta Rafmagnsveitna ríkisins sem var í Vestfjarðakjördæmi. Ári síðar bættust við Rafveita Snæfjalla og Rafveita Reykjafjarðar og Ögurhrepps. Við stofnun og lengi framan af var Orkubú Vestfjarða sameignarfyrirtæki sveitarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi og ríkissjóðs. Síðar fóru sveitarfélögin smátt og smátt að selja sína hluti. Vorið 2002 var svo komið, að ríkissjóður hafði keypt allt hlutafé sveitarfélaganna.

 

Framkvæmdastjóri Orkubús Vestfjarða frá öndverðu eða í nærfellt aldarþriðjung er Kristján Haraldsson verkfræðingur.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30