Tenglar

21. október 2022 | Sveinn Ragnarsson

Framkvæmdir við höfnina komnar á skrið

Már Vilbergsson flokkar efni í grjótnámunni
Már Vilbergsson flokkar efni í grjótnámunni
1 af 7

Fyrir nokkru hófu starfsmenn Borgarverks vinnu við að endurbyggja bryggjuna á Reykhólum. Fyrsta verkið, fyrir utan að flytja efni á svæðið, var að opna efnisnámu og sprengja klöpp til að ná í gjót og hreint fyllingarefni til að stækka bryggjuna.

 

Í gær var byrjað að reka niður stálþilið í bryggjuna, en hún stækkar umtalsvert þegar það er komið á sinn stað. 

Veðrið var eins og best verður á kosið miðað við árstíma. 

 

Það var mikið um að vera við höfnina í gær, bryggjusmiðirnir að störfum, starfsmenn Þörungaverksmiðjunnar að landa þangi úr Gretti og rétt fyrir utan var þangsláttur í gangi á 4 prömmum. Þó að athafnaplássið á bryggjunni væri ekki mikið fyrir þessi stóru tæki, þá gekk allt snurðulaust og enginn var fyrir neinum.

 

Athugasemdir

Bryggjukall, fstudagur 21 oktber kl: 15:04

Það voru allir fyrir öllum þarna

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31