Tenglar

7. september 2015 |

Framvegis heyrnarmælingar úti á landsbyggðinni

Bíllinn til þjónustu reiðubúinn.
Bíllinn til þjónustu reiðubúinn.
1 af 3

Þjónusta Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands (HTÍ) öðlaðist í liðinni viku nýja vídd þegar tekin var í notkun þjónustubifreið innréttuð með klefa til heyrnarmælinga og tengdum búnaði. Markmiðið er að bæta þjónustu við fólk á landsbyggðinni. HTÍ er með starfsstöðvar í Reykjavík, á Akureyri og Sauðárkróki, en núna verður hægt að aka hvert á land sem er og veita fólki þjónustu í heimabyggð. Bíllinn gefur aukna möguleika til skimunar á heyrn ungbarna og hefur því forvarnargildi. Eins er horft til þess að á dvalar- og hjúkrunarheimilum um allt land er fólk sem mun njóta góðs af þessari þjónustu, en það á einnig við um aðra sem telja ástæðu til að láta athuga hjá sér heyrnina.

 

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, sem fyrstur fór í heyrnarmælingu í bílnum, sagði við það tækifæri fagnaðarefni þegar unnt væri að kynna nýjungar sem leiða til aukinnar og bættrar þjónustu á sviði heilbrigðismála eða horfa til framfara á einhvern hátt.

 

„Slíkum tilefnum fer blessunarlega fjölgandi, enda hefur á síðustu misserum skapast svigrúm í fjármálum hins opinbera sem nýtt hefur verið til að efla heilbrigðiskerfið. Ég er sérstaklega ánægður með þá nýjung í þjónustu sem verið er að kynna hér í dag, það er að segja þessa nýju þjónustubifreið Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar – því hún er svo mikilvæg gagnvart landsbyggðinni og sérstaklega hinum dreifðari byggðum,“ sagði heilbrigðisráðherra um leið og hann óskaði starfsfólki góðrar ferðar á leið sinni um landið á nýju þjónustubifreiðinni: „Það þarf ekki að efa að móttökur verða góðar hvar sem þið komið, enda er þetta frábær nýjung í þjónustu á landsvísu.“

 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem velferðarráðuneytið sendi til birtingar ásamt meðfylgjandi myndum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31