Tenglar

4. október 2011 |

Frásagnir, myndir, gítarleikur og fleira í Bjarkalundi

1 af 4

Fjölbreytt afþreying verður í boði í Bjarkalundi kl. hálfníu annað kvöld, miðvikudagskvöld. Þar kynnir Þormóður Símonarson af Snæfellsnesi ævintýraferðabók sína og felst kynningin aðallega í myndasýningu, sögum og upplestri, jafnframt því sem hann spilar á gítar nokkur lög sem tengjast efninu. Bókin sem Þormóður kallar öðrum þræði þroskasögu ber titilinn Þúsund myndir ... milljón minningar og kom út í Snæfellsbæ í sumar.

 

Þormóður fékk ferðabakteríuna árið 2001 og flakkaði í framhaldinu um Evrópu, Ísland og Suður-Ameríku. Á rúmlega ári frá vori til vors 2008-2009 fór hann síðan um Norðurlönd og Bretlandeyjar á mótorhjóli með tjaldið og gítarinn á hnakknum til að leita uppi hamingjuna og lifa drauminn stóra, þar sem margt og misjafnt dreif á daga. Við sögu kemur enskur listaskóli, búddaklaustur í Skotlandi, brotinn gítar, nyrsti hluti Noregs og hertar sultarólar í Brighton á Englandi.

 

Þormóður Símonarson er fæddur og uppalinn í Görðum í Staðarsveit. Hann hefur starfað við kjötiðnað víða um land og á Falklandseyjum, verið ýtumaður, stuðningfulltrúi á geðdeild, vörubílstjóri, leikari, sundlaugarvörður, sjómaður, rekið gistihús, unnið við slægingu og löndun og flutt fisk milli fiskmarkaða og bjóð milli hafna. Hann hefur áður gefið út tónlist, bæði með hljómsveit og einn og sér.

 

Bókin er seld í Eymundsson og má nálgast hana hér. Líka verður hún til sölu í Bjarkalundi annað kvöld á kr. 1.800. Þeir sem vilja vera snemma í jólagjafakaupum fá afslátt ef keypt eru þrjú eintök eða fleiri. Myndir sem söguna snerta má sjá á þessari slóð.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30