Tenglar

23. desember 2015 |

Fremur léleg viðkoma rjúpna

Hæst var hlutfall unga á Vesturlandi.
Hæst var hlutfall unga á Vesturlandi.

Viðkoma rjúpunnar virðist almennt hafa verið fremur léleg á þessu ári, samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr aflestri vængja af rjúpum sem veiddar voru í haust. Ólafur K. Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur lesið úr rjúpnavængjum sem stofnuninni hafa borist undanfarin ár. Þessar upplýsingar eru mikilvægur þáttur í vöktun íslenska rjúpnastofnsins. Nú er búið að greina 1.255 vængi af nýlega veiddum rjúpum. Af þeim voru 368 vængir af fullorðnum fuglum en 887 af ungfuglum.

 

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir ennfremur:

 

Ungahlutfallið var í heildina 71%, sem er með minna móti. Það gerir 4,8 unga á hvern kvenfugl. Nokkur munur var á afkomu rjúpna eftir landshlutum. Lægst var ungahlutfallið á Austurlandi eða einungis 55%. Þar voru aðeins 2,5 ungar á hvern kvenfugl. Hæst var hlutfallið á Vesturlandi 79% eða 7,4 ungar á hvern kvenfugl. Ólafur kvaðst eiga von á að fá 1.000 til 2.000 rjúpnavængi til viðbótar til greiningar.

 

„Við tökum við vængjum frá veiðimönnum, öðrum vængnum af hverjum fugli sem þeir hafa fellt. Þessu þurfa að fylgja upplýsingar um veiðisvæði. Allir fá svar með greiningu á sínum afla,“ sagði Ólafur.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30