4. apríl 2009 |
Fréttablaðið hætt að berast
Núna um mánaðamótin var dregið úr dreifingu Fréttablaðsins á landsbyggðinni. Blaðinu verður áfram dreift í hús á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri „og fer á flest önnur byggð ból á landinu", sagði þó í frétt blaðsins af þessari breytingu. Meðal byggðra bóla sem blaðið er hætt að berast til eru Vestfjarðakjálkinn og verulegur hluti Vesturlands. Forstjóri 365 sem gefur blaðið út sagði í samtali við Svæðisútvarp Vestfjarða að hringvegurinn um landið sé látinn ganga fyrir.
Jafnframt kvaðst hann vona, að hér sé aðeins um tímabundna ráðstöfun að ræða.