1. júní 2016 |
Fréttabréf Breiðfirðingafélagsins í tölvupósti
Stöðugt fjölgar þeim sem fá fréttabréf Breiðfirðingafélagsins í tölvupósti. Það er töluverður sparnaður fyrir félagið, því að póstburðargjöld, pappír og ljósritunarkostnaður fara stöðugt hækkandi. Til að fá fréttabréfið í tölvupósti er þægilegast að senda póst gegnum þar til gert form á vef félagsins.
Á undanförnum árum hefur fréttabréfið komið út sex sinnum á ári. Fjórða tölublaðið á þessu ári var að koma út.
Skráning nýrra félaga
Ef þið þekkið einhvern sem vill ganga í Breiðfirðingafélagið, þá er hægt að skrá sig gegnum þar til gert form.