Tenglar

6. febrúar 2009 |

Fréttatilkynning: Nýsköpunarkeppni Vestfjarða

Nýsköpun síns tíma
Nýsköpun síns tíma

Nýsköpun er mikilvægur þáttur í vexti og uppbyggingu hagkerfis og í því efnahagsástandi sem nú ríkir er nauðsynlegt að nýsköpunarhugmyndir fái allan þann stuðning sem mögulegt  er að bjóða.  Reynslusögur frumkvöðla eru oftast á þann veg að það sé erfitt að fá fjármögnun til að hefja rekstur og koma viðskiptahugmynd á það stig að það þyki aðlaðandi fyrir fjárfesta.  Nýsköpunarkeppni Vestfjarða mun taka á þessu með því að veita vegleg verðlaun.

 

Það er von Vaxvest og Atvest að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í keppninni og verða haldin örnámskeið í gerð viðskiptaáætlana í febrúar og mars  til þess að aðstoða frumkvöðla við faglegan undirbúning.  Nánari upplýsingar um örnámskeiðin verða sett á heimasíðu Atvest þegar staðsetningar og tímasetningar liggja endanlega fyrir.

 

Möguleiki er á því að verðlaunahafar fái aðstöðu í frumkvöðlasetrinu Eyrin sem verið er að gangsetja í húsnæði Þróunarseturs á Ísafirði.  Það verður þó metið í samhengi við eðli viðskiptahugmynda.

 

Þeir sem  hafa hug á að taka þátt, geta kynnt sér málið á  heimasíðu Atvest og sett sig í samband við þá verkefnisstjóra sem þar eru tilgreindir.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30