Tenglar

25. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Fréttir frá Markaðsstofu Vestfjarða

Nú styttist í útgáfu bæklings Markaðsstofu Vestfjarða, Westfjords Official Tourist Guide. Allar upplýsingar í bæklingnum eru úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands. Þú getur farið inn á vefinn www.westfjords.is  og flett þar upp þínu fyrirtæki og yfirfarið upplýsingarnar.

 

Skráning í Markaðsstofu Vestfjarða

Skráning í Markaðsstofu Vestfjarða hefur gengið vel og hafa ferðaþjónustufyrirtæki tekið vel í breytt fyrirkomulag við skráningu, segir í frétt frá Markaðsstofunni. Hún hvetur fyrirtæki eindregið til að ganga frá skráningu sem fyrst til að tryggja að þau fái ítarskráningu í bækling Markaðsstofunnar, Westfjords Official Tourist Guide. Frekari upplýsingar um skráningu má finna hér, og hér má finna skráningarblað.

 

Hádegisfundur á Ísafirði á föstudag

Markaðsstofa Vestfjarða og Ferðamálasamtök Vestfjarða standa fyrir kynningarfundi í hádeginu á föstudag, 28. mars, kl. 12-13.30. Þar kynnir Díana Jóhannsdóttir starfsemi Markaðsstofu Vestfjarða og sameiginlegt markaðsátak sveitarfélaganna á Vestfjörðum. Ásgerður Þorleifsdóttir formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða kynnir starfsemi samtakanna og sameiginleg verkefni þeirra og Markaðsstofunnar. Fundurinn verður haldinn á Hótel Ísafirði og geta gestir keypt sér súpu. Skráning í netfanginu travel@westfjords.is.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30