Tenglar

1. janúar 2016 |

Fréttum fækkar

Auk annars efnis á þessum vef, svo sem varðandi stjórnsýslu Reykhólahrepps, ýmsar tilkynningar og annað, birtust 639 fréttir á fréttasíðunni á árinu 2015. Innlit á vefinn voru 177.729. Það eru 487 innlit á dag að meðaltali eða 82% umfram íbúafjölda hreppsins (268). Eins og verið hefur frá byrjun er mikill meirihluti innlita frá fólki utan Reykhólahrepps.

 

Fréttum á vefnum hefur farið fækkandi síðustu árin en fjöldi innlita verið á svipuðu róli. Flestar urðu fréttirnar árið 2012 eða 721 (62 fleiri en árið 2015) en innlitin voru 480 á dag að meðaltali.

 

Fyrsta heila árið sem vefnum var haldið úti (2009) voru fréttirnar 528 en innlitin 274 á dag að meðaltali.

 

Alls hafa 4.655 fréttir birst á vefnum frá upphafi vorið 2008. Innlit eru komin vel yfir milljónina og flettingar yfir þrjár og hálfa milljón, en tölur um nokkra fyrstu mánuðina liggja ekki fyrir.

 

Athugasemdir

Áslaug Berta Guttormsdóttir, laugardagur 02 janar kl: 12:32

Kærar þakkir, Hlynur Þór, fyrir að halda úti fróðlegum, málefnalegum og skemmtilegum vef fyrir sveitarfélagið okkar, Reykhólahrepp. Þau eru vandfundin sem myndu gera þetta betur.

Bestu kveðjur, Áslaug B. Guttormsdóttir.

Eyvindur, laugardagur 02 janar kl: 23:40

Takk Hlynur, og gleðilegt nýtt fréttaár.

Bjarni Ólafsson, sunnudagur 03 janar kl: 13:53

Bestu óskir um Gleðilegt nýtt og farsælt ár Hlynur og kærar þakkir fyrur pistla og fréttir.
Það líður vart sá dagur hjá mér að maður opni ekki reykholar.is.
Bestu nýárskveðjur til allra sveitunga minna.
Bjarni

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31