Tenglar

11. apríl 2018 | Sveinn Ragnarsson

Friðlýsum Teigsskóg - grein eftir Kalla á Kambi

Karl Kristjánsson
Karl Kristjánsson

Undir flipanum sjónarmið hér til vinstri er grein eftir Karl Kristjánsson á Kambi.

Þar segir hann meðal annars:

Á láglendi landsins er búsetulandslag ríkjandi. Afmörkuð landsvæði sem kalla má „landnámsland" og eru lítið eða óröskuð af búsetu mannsins má telja á fingrum annarrar handar. Teigsskógur í Þorskafirði er eitt þeirra svæða.


Íbúar í Reykhólahreppi eiga ekki að þurfa að fórna dýrmætum náttúruperlum fyrir umbætur í vegamálum. Teigsskóg á að friðlýsa og vernda sem óraskað land.


Skammtíma fjárhagshagsmunir eiga ekki að ráða för þegar teknar eru ákvarðanir um framkvæmdir sem valda óafturkræfum umhverfisspjöllum. Það eina sem íslenskt samfélag hefur ekki efni á að gera er að eyðileggja síðustu leifarnar sem eftir eru af „landnámslandinu".

  

Athugasemdir

Bergsveinn G Reynisson, fimmtudagur 12 aprl kl: 10:56

Takk Kalli

Leifur og Guðrún, fimmtudagur 12 aprl kl: 14:48

Takk Kalli við erum hjartanlega sammála. Leið D2 hlýtur að þjóna íbúum sveitarinnar best og hefur minnst umhverfisáhrif.

Stefán Skafti Steinólfsson, fimmtudagur 12 aprl kl: 15:07

Takk Kalli Vel skrifað og kjarni málsins.

SiggiDiddi, fstudagur 13 aprl kl: 09:58

Sammála Karli með að láta Teigskóg í friði. Besta leiðin væri þverun Þorskafjarðar frá Hallsteinsnesi á Reykjanes og vegur innmeð Þorskafirði austan meginn með tengingu Reykhóla um Reykjanesið sem væri líka hið besta mál fyrir bændur á nesinnu og þá má líka hvíla Barmahlíðinna

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30