Tenglar

14. ágúst 2022 | Sveinn Ragnarsson

Friðrún íbúi ársins 2022

Friðrún Gestsdóttir, mynd JÖE
Friðrún Gestsdóttir, mynd JÖE

Friðrún Gestsdóttir var útnefnd íbúi ársins að þessu sinni. Undanfarin ár hefur hún hlotið tilnefningar, og núna var hún hlutskörpust. Er óhætt að segja að hún sé afskaplega vel að þessu komin, eins og raunar allt það fólk sem hefur verið heiðrað með þessum hætti.

Þegar niðurstaðan var tilkynnt sagði Jóhanna Ösp meðal annars:

 

Friðrún hefur unnið af alúð fyrir sveitarfélagið í mörg ár. Hún hefur sett mark sitt á allt skólastarf með sínu einstaka jákvæða viðmóti og dillandi hlátri. Hún hefur verið til staðar fyrir börn skólans sem hafa fundið stuðning og hlýju frá Friðrúnu.


Friðrún hefur barist með skjólstæðingum sínum fyrir bættri aðstöðu og gefið sig 150% í starf sitt með börnum með fötlun. 


Friðrún er jafnframt einstaklega jákvæð og bjartsýn og hefur líka gefið okkur fullorðna fólkinu gleði í hjarta með því að senda okkur hlýtt bros og falleg orð. 


Það er okkur því mikil ánægja að fá að heiðra Friðrúnu sem íbúa ársins í Reykhólahreppi árið 2022.

 

 

 

Athugasemdir

Maria Maack, mnudagur 15 gst kl: 15:18

Veiiiii!!

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31