Tenglar

17. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Frímerki í tilefni 100 ára friðunar

Frímerkið nýja.
Frímerkið nýja.
1 af 2

Reykhólar eru sagðir vera sá þéttbýlisstaður á Íslandi þar sem mestar líkur eru á því að sjá haförn á sveimi. Núna hefur verið gefið út frímerki í tilefni þess að 1. janúar var öld liðin frá því að haförninn var alfriðaður hérlendis, fyrstur allra fugla. Jafnframt varð Ísland þá fyrsta landið í heiminum til að friða örninn - eða örnina, eins og sagt er í sumum héruðum og telst alveg jafngilt.

 

Þegar örninn var friðaður höfðu um nokkurn tíma staðið yfir skipulagðar ofsóknir gegn honum, einkum vegna skaðsemdar í æðarvarpi. Allt fram til 1905 voru veitt verðlaun fyrir hvern drepinn örn. Auk þess varð útburður á eitruðum dýrahræjum til refadráps erninum að fjörtjóni.

 

Þrátt fyrir friðunina fyrir réttum hundrað árum hélt erninum áfram að fækka, allt þar til bannað var að eitra fyrir refi fyrir hálfri öld.

 

Hafernir verpa nú aðeins á vestanverðu landinu. Á síðasta ári urpu 70 pör en innan við helmingi para sem verpa tekst að koma upp ungum. Stofninn hefur vaxið hægt en örugglega í nokkra áratugi og er ekki lengur í bráðri hættu. Sums staðar á örninn þó enn undir högg að sækja vegna óvarlegrar umgengni.

 

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, sviðsstjóri dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur lengi rannsakað íslenska haferni. Í tilefni hundrað ára friðunar hafarnarins skrifaði hann fróðlega grein í nýjasta hefti Fugla, ársrits Fuglaverndar.

 

Þar kemur fram að ekki gekk þrautalaust að fá örninn friðaðan þegar frumvarp þess efnis var flutt á Alþingi árið 1913. Þingið samþykkti þó lög sem kváðu meðal annars á um friðun arnarins í fimm ár og tóku þau gildi 1. janúar 1914. Árið 1919 var friðunin framlengd og með fuglafriðunarlögum árið 1954 var örninn friðaður ótímabundið.

 

Á mynd nr. 2 (af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands) má sjá breytingarnar á stærð íslenska arnarstofnsins frá því síðla á 19. öld.

 

Um haförninn á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30