Tenglar

18. júní 2015 |

Frisbígolf er hægt að iðka árið um kring

Frisbígolf / reykjavik.is.
Frisbígolf / reykjavik.is.

Erindi Hörpu Eiríksdóttur þar sem hún greinir frá áhuga fyrir því að koma upp frisbí-golfvelli (folfvelli) á Reykhólum var kynnt á síðasta fundi sveitarstjórnar. „Kostnaður er um 800 þúsund fyrir völl sem hefur 6 körfur. Hver karfa kostar 100 þúsund og síðan eru það merkingar og fleira (verð voru fengin frá Frisbígolfsambandi Íslands). Frísbígolf er frábær leið til að hvetja til útivistar allan ársins hring og eykur þá afþreyingu sem er í boði fyrir ferðamenn sem og sveitunga,“ segir Harpa í bréfi sínu.

 

„Körfurnar eru með mjög litlu viðhaldi og hægt að bæta við körfu hvenær sem er – þannig að hægt væri að gera stærri völl með hverju ári. Óskað er eftir að sveitarstjórn skoði málið og sjái hvað þetta geti verið flott fyrir sveitarfélagið,“ segir Harpa ennfremur.

 

Sjá einnig:

08.06.2015  Folfbraut á Reykhólum?

RÚV 16.06.2015  Sjö frisbígolfvellir bætast við

 

Íslenska frisbígolfsambandið var stofnað fyrir tíu árum. Á vef þess (http://www.folf.is/) geta áhugasamir fundið nánast allt um þessa íþrótt.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31