Tenglar

2. júní 2017 | Sveinn Ragnarsson

Frisbígolf í frábæru útsýni!

1 af 7

Á vegum ungmennafélagsins Aftureldingar hefur í áranna rás verið nokkuð öflugt íþróttastarf. Þátttaka hefur verið mismikil eins og gengur, enda árgangar barna og unglinga ákaflega misstórir.

 

Ungmennafélagið hefur líka verið leiðandi við að byggja upp aðstöðu til íþróttaiðkunar, og nýverið var á vegum þess útbúinn 6 holu frisbígolfvöllur í Hvanngarðabrekkunni, með styrk frá sveitarfélaginu. Meiningin er að bæta 3 holum eða körfum við og þá er þetta löglegur keppnisvöllur.

 

Áhugi á frisbígolfi fer ört vaxandi og er þessi völlur einn af 9 nýjum sem gerðir verða á landinu í sumar, þá eru þeir orðnir 39 í allt, víða um land.

 

 Leikreglur eru svipaðar og í golfi en þarna eru notaðir diskar í stað golfkúlna, og engar kylfur.                                           Diskar fást að sjálfsögðu í Hólabúð.

 

Athugasemdir

María Játvarðardóttir, fstudagur 02 jn kl: 21:10

Hlakka til að prófa þessa íþrótt

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30