Tenglar

30. maí 2012 |

Frítt inn á Báta- og hlunnindasýningu fyrsta daginn

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum verður opnuð kl. 11 á föstudag, 1. júní. Frítt verður inn fyrsta daginn og er fólk hvatt til að nýta sér það og skoða viðbæturnar og breytingarnar frá því í fyrra. Létt leiðsögn um sýninguna verður kl. 13 og 15. Þar fá gestir að kynnast æðarfuglinum á skemmtilegan hátt og kíkja aðeins í dúnleit og ekki má gleyma nýsmíðinni sem er til sýnis.

 

Á laugardagsmorgun verður síðan sérstök leiðsögn fyrir börn. Síðasta laugardagsopnunin á bókasafninu á Reykhólum að þessu sinni er kl. 10-11 og síðan er öllum boðið að koma upp á sýningu. Foreldrar eru hvattir til að koma og eiga góða stund með krökkunum.

 

Í sumar verður Báta- og hlunnindasýningin opin virka daga kl. 11-17 og um helgar kl. 11-18 fram til 31. ágúst. Upplýsingamiðstöð ferðamannsins er í sama húsi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30