Tenglar

13. janúar 2015 | vefstjori@reykholar.is

Frítt námskeið í boði Símenntunar

Af heimasíðu Dale Carnegie.
Af heimasíðu Dale Carnegie.

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi vekur athygli á fríu Dale Carnegie námskeiði í Búðardal, sem ber yfirskriftina Örugg framkoma. Það verður haldið í Auðarskóla miðvikudagskvöldið 21. janúar og hefst kl. 18. Leiðbeinandi verður Unnur Magnúsdóttir, eigandi Dale Carnegie á Íslandi.

 

Í kynningu segir:

 

Raddblær, svipbrigði og líkamstjáning geta verið allt að 90% af skilaboðum sem fólk meðtekur. Með því að rýna í hvernig þú beitir þér í tjáningu getur þú haft töluverð áhrif á hvernig fólk upplifir þig.

 

Á þessu námskeiði færðu tækifæri til að skoða hvað þú endurspeglar þegar þú tjáir þig. Ertu fagleg/ur, áhrifamikil/l, áhugaverð/ur og með útgeislun? Þú skoðar leiðir til að auka áðurnefnd atriði sem eru innan þíns áhrifasviðs og gera þig eftirminnilegri og áhrifameiri. Ávinningurinn er að þú getur tjáð þig á lifandi og skemmtilegan hátt full/ur af öryggi og útgeislun.

 

Skráðu þig strax því að það er takmarkað sætapláss: skraning@simenntun.is.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31