Frjáls eins og fuglinn yfir Reykhólasveit ...
Síðustu árin hefur Árni Geirsson vélaverkfræðingur í Reykjavík tekið fjölda loftmynda yfir Reykhólahéraði. Hann er einn af eigendum jarðarinnar Kletts í Króksfirði og kemur iðulega vestur til að njóta náttúrufegurðar og friðsældar. Flygildi Árna er ekki mjög stórbrotið - svokallaður mótorsvifvængur, á ensku paramotor eða powered paraglider. „Þetta er óskaplega skemmtilegt", segir hann. „Sumir eru í þessu sporti bara til að njóta þess að fljúga. Ég er meira í þessu til að njóta útsýnisins og náttúrunnar."
Mótorinn er lítil tvígengisvél, aðeins liðlega tuttugu kíló að þyngd fyrir utan bensínið. „Það er hægt að fljúga þessu bæði með og án mótors, en með mótornum getur maður betur ráðið ferðinni og farið lengra", segir Árni. Síðustu árin hefur hann flogið með mótor en hefur verið lengur í mótorlausu flugi. „Það er hyggilegt að ná valdi á því fyrst", segir hann.
„Sumir gera sér þá mynd af flugi með svifvæng, að til þess að komast á loft þurfi að kasta sér fyrir björg, en það er alls ekki svo. Þegar flogið er án mótors hlaupa menn bara niður dálitla brekku. Þetta er alls ekki sport fyrir ofurhuga. Og þegar maður er með mótorinn á bakinu, þá getur maður eins farið á loft af jafnsléttu."
Árni segir að þetta sport geti verið fyrir nánast hvern sem er. „Þetta ætti varla að vefjast fyrir neinum og þarf ekki mikla líkamsburði til. Mótorinn er að vísu svolítið þungur á bakinu í flugtakinu, en allir sem eru í sæmilega góðu formi ættu að geta valdið þessu. Það er ekki heldur vandasamt að læra að beita þessu þó að auðvitað þurfi maður að kunna réttu tökin og fyrst og fremst í flugtaki og lendingu. Stundum er sagt við mig að ekki geti ég verið lofthræddur fyrst ég stunda þetta. En það er ekki svo, því að ég er mjög lofthræddur og líður bölvanlega þegar ég er kominn upp í stiga. Það er allt önnur tilfinning að vera í þessu. Líkt og margir sem eru lofthræddir finna ekki fyrir slíku í flugvél."
Að taka myndir á flugi er ekkert vandamál. „Það eru bara tveir spottar með handföngum sitt hvoru megin sem eru notaðir til að taka beygjur. Það er gott að hafa hendurnar á handföngunum ef maður er ekki að nota þær til annars en það gerir ekkert til í kyrru lofti að sleppa aðeins og grípa myndavélina og taka myndir. Enda er þessu yfirleitt ekki flogið nema í blíðviðri."
Kjartan Pétur Sigurðsson ljósmyndari kom oftar en einu sinni við á Reykhólum í fyrra á sínum farkosti. Kjartan flýgur mótorsvifdreka sem fer miklu hraðar en mótorsvifvængurinn. „Hann getur alveg náð hundrað kílómetra hraða þegar ég fer ekki nema á fjörutíu. Þá blæs verulega um menn og getur þó orðið talsvert kalt á aðeins fjörutíu kílómetra hraða", segir Árni.
„Ég hef afskaplega gaman af þessu og mér finnst gott ef fólk nýtur myndanna. Ég ætla að halda áfram að taka myndir fyrir vestan og kem þeim á framfæri með sama hætti á vefnum mínum. Mig langar til að halda áfram myndatökum inni í Þorskafirði og svo áfram og hugsa gott til sumarsins í þeim efnum."
Myndirnar sem Árni hefur tekið hér vestra síðustu árin og sett inn á vef sinn eru orðnar sjö syrpur (albúm) með samtals á fimmta hundrað myndum. Aðeins þarf að smella á fyrstu myndina í hverri syrpu til að albúmið opnist. Myndasyrpur Árna er að finna, ásamt mörgum öðrum, undir Ljósmyndir í valmyndinni vinstra megin.
koen, sunnudagur 24 oktber kl: 17:17
Hallo Árni
I’ll try to write in English, my apologies for the writing errors (I speak normally Dutch).
I'm a Belgian paramotor pilot and I like to travel with my paramotor. In 2005 I had the opportunity to flyi with my paramotor on an expedition on the east side of Greenland http://picasaweb.google.com/info.topdot/GROENLAND2005ExpeditieHerdenkingGuerlache?feat=directlink
The Beauty of that kind of nature was so fascinated me that I definitely would like to fly once more in that kind of nature. I think I can found this in Iceland : landscape, wildlife, glaciers, mountains, …
Next year I would like to paramotor flying in to you country and there for I need some information about flying in Iceland but,… I can’t found it because the language of Iceland is very, very difficult to understand. I hope you can share some information.
These are some important questions :
I suppose these is an aerial regulation, but what about paramotoring in Iceland? Can you tell me more ?
Are foreign paramotor pilots allowed to fly in Iceland? We have a Belgian and a French paramotor license, I have a Belgian monitor license, FAI,... and we have an official registered paramotor in France (our neighbor country)
Can you also tell me what is the best time of the year to flying paramotor (temperature, wind, catabatic,...)
I hope you will help me because you are the only one paramotor pilot that I can found on Internet.
Thanks a lot
If you like to replay via e-mail (I prefer): info@topdot.be
Koen